Katanes vetnisverksmiðjan á Grundartanga verður uppspretta grænnar orku til orkuskipta á Íslandi

Katanes vetnisverksmiðjan á Grundartanga verður uppspretta grænnar orku til orkuskipta á Íslandi.

Rafmagn sem framleitt er með aflinu úr vindinum, jarðhitanum og vatnsaflinu verður nýtt til að framleiða grænt vetni og ammóníak á umhverfisvænan hátt. Katanes verksmiðjan mun því styðja við skuldbindingar Íslands í loftlagsmálum og tryggja orkuöryggi Íslands til framtíðar.

Land undir starfsemina hefur þegar verið tryggt, frumhönnun er lokið og umhverfismati skilað inn. Byggð verður ný hafnaraðstaða til að skipa út grænu vetni og ammoníaki.

Áætlað er að ljúka verkfræðihönnun og rannsóknum á svæðinu og taka endanlega fjárfestingarákvörun árið 2025. Val á verktökum og upphaf byggingaframkvæmda hefst síðla sama ár. Gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist árið 2028.

Full byggð mun verksmiðjan framleiða um 120 þúsund tonn af grænu vetni á ári og um 700 þúsund tonn af grænu ammóníaki. Katanes verksmiðjan mun gera Íslendingum kleift að skipta út miklu magni jarðefnaeldsneytis sem hefur í för með sér minnkun gróðurhúsalofttegunda.

Það sem ekki verður notað til að knýja bifreiðar og skip á Íslandi verður flutt til Evrópu. Þetta rennir því ekki einungis nýrri stoð undir útflutning landsmanna heldur sparar gjaldeyri sem nú er notaður til innflutnings á jarðefnaeldsneyti.

Með því að sjá Íslendingum fyrir grænni orku til orkuskiptanna og um leið nýta möguleika til útflutnings er hægt að nýta stærðarhagkvæmni við framleiðsluna og þar með halda verði til neytenda innanlands niðri.

Vetnisfélagið Katanesi ehf. er hluti af QAIR samstæðunni